Við skorum á stjórnvöld að tryggja verndun Eyjafjarðar gegn sjókvíaeldi á laxi. Nú heyrast enn á ný raddir um laxeldi í opnum sjókvíum í Eyjafirði, en meðal annars hefur Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra talað opinberlega með þeim hætti að burðarþolsmat ætti að fara fram í Eyjafirði. Kleifar Fiskeldi hafa nefnt fjörðinn í tengslum við umfangsmikil laxeldisáform sín á Tröllaskaga.
Ef burðarþolsmat á firðinum fer í gegn, hafa sveitarfélögin afar takmörkuð úrræði til að hafa áhrif á framhaldið. Við viljum sýna fram á andstöðu almennings gegn þessum áformum í tæka tíð og hvetjum því öll sem láta sér annt um Eyjafjörð, lífríkið sem tengist honum og náttúru landsins okkar almennt, til þess að skrifa undir.
SUNN – Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi.
© SUNN 2019 - SAMTÖK UM NÁTTÚRUVERND Á NORÐURLANDI