Á árunum 2003-2005 var ráðist í verkefni um endurheimt votlendis í Framengjum og Nautey í Mývatnssveit. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson þáverandi formaður SUNN átti frumkvæði að verkefninu í samvinnu við landeigendur á svæðinu í kring. Nú hefur verið gefið út minnisblað um verkefnið ásamt litlu myndbandi sem sýnir árangur verkefnisins.
Það vekur kátínu að horfa á þetta myndband sem sýnir vel endurheimt þessa dýrmæta vistkerfis sem votlendið er – en í minnisblaðinu kemur mikilvægi þess m.a. fram í þessum orðum;
“Í tengslum við loftslagsmál eru votlendi mikilvæg þegar kemur að kolefnissöfnun, en talið er að votlendi geymi um 12% af öllu kolefni jarðar (Erwin, 2009). Þau virka eins og stórar kolefnisgeymslur þar sem lífræn efni hafa safnast upp yfir langan tíma í miklu magni í jarðveginn (Blanca og Mitsch, 2012). “
SUNN hvetur félagsmenn að kynna sér verkefni votlendissjóðs á www.votlendi.is þar sem allir geta lagt hönd á plóg til að styðja við endurheimt votlendis á Íslandi, m.a. með því að kolefnisjafna eigin ferðalög.
© SUNN 2019 - SAMTÖK UM NÁTTÚRUVERND Á NORÐURLANDI