Menu
Tölvupóstur:sunn@sunn.is

Umhverfisráðherra undirritar reglugerð sem gerir Herðubreiðarlindir og þjóðlendur í kring, hluta af Vatnajökulsþjóðgarði


Það var einkar ánægjuleg stund í Herðubreiðarlindum í dag 29.júní þegar umhverfis- og auðlindaráðherra Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifaði undir breytingu á reglugerð um Vatnajökulsþjóðgarð þegar Herðubreiðarfriðland og þjóðlendur þar í kring urðu hluti af þjóðgarðinum. 

Eins og að orði var komist á þessari samkomu hefur nú drottning íslenskra fjalla – Herðubreið – hlotið þann heiðurssess sem hún á skilið. Stjórn SUNN fagnar þessum tímamótum og óskar landsmönnum öllum til hamingju ! Við hlökkum til að fylgjast með og vonandi taka þátt í áframhaldandi átaki í friðlýsingum á náttúru Íslands. Við þökkum fyrir góðar móttökur og skemmtilega ferð.