Menu
Tölvupóstur:sunn@sunn.is

Athugasemdir SUNN um frummatsskýrslu Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti, Þingeyjarsveit


Eftirfarandi eru athugasemdir SUNN – Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi – um frummatsskýrslu VERKÍS um mat á umhverfisáhrifum Einbúavirkjunar í Skjálfandafljóti.

Að setja traust sitt í blindni á virkjanir og verksmiðjur í hagnaðarskyni af ótta við skort af óskilgreindu tagi er hugsun sem ekki ætti að vera gjaldgeng lengur í ljósi ástands jarðar á okkar tímum. Þrátt fyrir mikilvægi endurnýjanlegrar raforku er engu að síður mikilvægt að vanda valið við það hvert endamarkmið á framleiðslu hennar er áður en ráðist er í virkjunarframkvæmdir.