Menu
Tölvupóstur:sunn@sunn.is

Frá aðalfundi SUNN 2006
Fundurinn hófst með erindi Starra Heiðmarssonar grasafræðings hjá Akureyrarsetri Náttúrufræðistofnunar Íslands um náttúrufar í Guðlaugstungum sem eru nýlega friðlýst svæði á hálendinu skammt austan Kjalvegar, norðan Hofsjökuls. Þar er m.a. eitt þéttasta heiðagæsavarp í heiminum en á minna svæði en í Þjórsárverum. Starri sagði einnig frá flokkun vistgerða á hálendinu og var gerður góður rómur að erindinu. Að erindi og umræðum loknum var gengið til venjulegra aðalfundarstarfa. Skýrsla stjórnar var rædd og starf samtakanna næstu tvö árin.

Í stjórn voru kjörin Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Akureyri formaður til tveggja ára, Kolbrún Gunnarsdóttir Kelduhverfi og Sverrir Thorstensen Akureyri til fjögurra ára og og Valgeir S. Kárason Sauðárkróki til tveggja ára. Áfram situr í stjórn til næstu tveggja ára Halldór Valdimarsson Húsavík.

Í varastjórn til tveggja ára voru kjörin Gísli Árnason Sauðárkróki, Inga Margrét Árnadóttir Svalbarðsströnd og Ívar Ketilsson Aðaldal.

Allmargar ályktanir voru afgreiddar og fylgja þær með í sérstöku skjali.

Þrjár þær fyrstu eru hálendið:
1. Miðhluti hálendisins norðan Hofsjökuls og Langjökuls
2. Vesturhluti hálendisins
3. Vatnajökulsþjóðgarður

Aðrar ályktanir voru þessar í sömu númeraröð:
4. Um stöðvun stóriðjuframkvæmda
5. Hvalveiðar Íslands
6. Ísland og loftslagsbreytingar
7. Um hagsmunatengsl og styrki
8. Menntun til sjálfbærrar þróunar
9. Óshólmar Eyjafjarðarár og Leiran fyrir botni Eyjafjarðar

F. h. SUNN
Ingólfur Ásgeir Jóhannesson formaður, s. 869 4217